Ath að fituríkar húðgerðir taka mjög ílla við lit. Ef þú ætlar að bóka fyrsta tíma í microblading ráðfærðu þig við okkur ef þú heldur að húð þín sé of fiturík fyrir microblading.
Mjög gott er að sleppa koffínríkjum drykkjum þann dag sem þú kemur í microblading eða lyf sem auka blóðþynningu.
HEIMAMEÐHÖNDLUN:
FYRSTU TVO DAGANA: Kæla augabrúnir með köldu vatni í bómull.
Í 5 DAGA EFTIR MEÐFERÐ: Þrífa augabrúnirnar kvölds og morgna varlega með dúmpi.
Í 7 daga eftir meðferðina er ekki ráðlagt fara í sund, né stunda líkamsrækt sem myndi valda mikilli svitamyndun.
Fingur, farði, snyrtivörur eða önnur efni mega ekki fara í brúnir.
Kláði er eðlilegur og það má alls ekki klóra. Gott er að hreyfa brúnirnar til að minnka kláða eða kæla með bómull.
Með bestu kveðju
Kristín Guðmundsdóttir 695-0080