top of page

LITUN AUGNHÁRA OG BRÚNA MEÐ MÓTUN
Við erum sérlega smámunasamar hvað varðar litun og mótun augabrúna og það er okkar sérkenni. Fyrir hverja litun og vax/plokkun mælum við augabrúnirnar upp með sérstakri mælitækni. Við höfum aukið upplifun í litun með því að nudda axlir og háls svo þið náið að slaka betur á, á meðan liturinn er að virka.
ANDLITSMEÐFERÐIR
Flestar andlitsmeðferðirnar okkar eru frá [comfort zone]. Við vinnum mikið með að skapa ró og slökun auk þess að gera róttækar meðferðir með því að nota virk efni, áhrifarík tæki eins og intraceauticals súrefnistæki, ultrapeel húðslípunartæki og microneedling nálarmeðferðina.
[comfort zone] eru að mestu úr náttúrulegum og lífrænum innihaldsefnum.
MICROBLADING
Microblading er bylting í varanlegri förðun á augabrúnir og felst í því að gera örfínar hárlínur á milli ekta háranna í augabrúnum til að móta og gera augabrúnirnar þykkari eða í stað hára sem ekki eru til staðar.
Við mælum upp brúnirnar nákvæmlega hjá hverjum og einum ásamt því að vinna með allar mælingar fyrir augabrúnirnar.
bottom of page