COVID 19 - UPPLÝSINGAR

Frá og með 7.október hafa m.a. hárgreiðslu og snyrtistofur þurft að loka starfsemi sinni vegna aðgerða stjórnvalda gegn COVID19 faraldrinum.  Við lokun þá var áætlað að við mættum opna aftur 20.október. Eins og staðan er í dag þá er lokunin áætluð í 2 - 3 vikur í viðbót. 

Við erum hlynntar öllum aðgerðum gegn Covid 19 og treystum þríeykinu að það sé að gera það sem er best fyrir okkur öll.  Við nýtum tímann í alskonar á meðan og minnum á að mikilvægt er að hlúa að okkur sjálfum sem og öðrum.  Fara í góða göngutúra, hringja í vini og jafnvel dekra við húðina heima fyrir.

Við getum aðstoðað ykkur við það og höfum núna betri og meiri tíma í ráðgjöf.  Við ætlum að vera eitthvað við í vikunni og afgreiða vörur.  Vorum að fá fullt af nýjum vörum og bráðum verða allar vörurnar komnar hingað inn á heimasíðuna. 

Þið sem áttuð tíma og eigið tíma í lokuninni mælum með að  finna nýjan tíma á heimasíðunni.  Ef það gengur ílla þá getið þið sent okkur póst á fb eða hringja í okkur í síma 770-5577 (sami sími og 587-5577) og við finnum lausn. 

Hafið það sem allra best og munum að fylgja Víði þá losnum við fyrr við veiruna og þá geta fyrirtæki og stofnanir hafið starfsemina sína á ný.

© 2020 By Krisma Snyrtistofa.  Proudly created by Kristín Guðmundsdóttir